Frönsk tilvistarspeki, frelsi og ábyrgð

Franski heimspekingurinn og rithöfundurinn Jean-Paul Sartre (1905-1980) var einn af forgöngumönnum tilvistarspekinnar á 20. öldinni, ásamt þeim Albert Camus, Simone de Beauvoir og Maurice Merleau-Ponty. Upp úr seinni heimstyrjöld óx þessari heimspekistefnu fiskur um hrygg, raunar svo að það mátti tala um tískufyrirbrigði – og það var ekki síst vegna Sartre. Árið 1945 hélt Sartre fyrirlestur um þessa stefnu, sem hann var í forsvari fyrir, á Club Maintenant í París, þar sem hann skýrði kenningar sínar og svaraði gagnrýni. Ári síðar var efni þessa fyrirlesturs gefið út undir heitinu Tilvistarstefnan er mannhyggja (fr. L’Existentialisme est un Humanisme).

Frönsk tilvistarspeki, frelsi og ábyrgð Read More »