Pistlar, viðtöl, smásögur og ljóð

„Jafnrétti á grundvelli mismunar“. Hitt kynið eftir Simone de Beauvoir.

Simone de Beauvoir skoðaði stöðu kvenna frá ýmsum sjónarhornum og leitaði svara við því hvert hlutverk þeirra hefur verið, bæði í sögulegu og líffræðilegu samhengi. Hún velti fyrir sér ástæðu þess að konur hafi oftar en ekki sætt sig við að vera settar í óæðra sæti í samfélaginu og leyft þeirri kúgun að viðgangast sem konur hafa svo lengi lifað við. Beauvoir leitaðist jafnframt við að svara spurningunni um kvenleikann, hvaðan sú skilgreining komi og hvort aukið frelsi kvenna hafi orðið til þess að draga úr kvenleika eða jafnvel að hann hafi aldrei verið til.

Lesa »

Gilgames – Hví ráfar þú um öræfin og sækist eftir vindi?

Gilgameskviða er eitt elsta og best þekkta súmerska hetjukvæði sem vitað er um en það er saga hetjukonungs sem á að hafa verið upp í borginni Úrúk í Mesópótamíu um 2700 fyrir Krist. Mögulegt þykir að Gilgames hafi verið til, þó engar sönnur séu til um það en sagan um hann er einna frægust af þeim textum sem varðveist hafa frá þessum tíma. Sagan um Gilgames hefur allt sem hægt er að ætlast til af góðri hetjusögu, kviða konungsins sem þráði að verða ódauðlegur.

Lesa »

„Ég vinn hvar sem er, nema í algjörri kyrrð“ Viðtal við Kristínu Eiríksdóttur, rithöfund

Kristín Eiríksdóttir er fædd árið 1981 í Reykjavík. Hún ólst upp í Austurbænum og síðar í Hólahverfinu í Breiðholtinu. Hún stundaði nám í Listháskóla Íslands þar sem hún lauk BA-gráðu í myndlist árið 2005 og síðar fór hún í mastersnám til Montréal í Kanada. Fyrsta ljóðabók Kristínar, Kjötbærinn, kom út árið 2004 en síðan þá hefur Kristín skrifað ljóðabækur, skáldsögur og leikhúsverk. Elena Kristín Pétursdóttir spurði þennan áhugaverða listamann, rithöfund og skáld um ritstörfin og hvað sé framundan á ritvellinum.

Lesa »

Eitt lítið jólalag

Í geisladiskadrifinu í bílnum mínum lifir Michael Bublé allt árið. Þar bíður hann þolinmóður í 10 mánuði til þess að láta ljós sitt skína yfir myrkustu vetrarmánuðina. Fyrr í kvöld var ég að keyra heim frá systur minni þegar ég mundi eftir honum Búbba mínum. Ég setti því diskinn af stað og við tók dýrlegur bjölluhljómur sem fyllti litlu súkkuna mína með anda jólanna.

Í stað þess að keyra beinustu leið heim ákvað ég að taka lengri leiðina. Svo ég beygði upp á Snorrabraut og niður Laugaveginn.

Lesa »
fantasy, spirit, nightmare

Hvernig hryllingsmyndir sefa kvíða

Að horfa á góða mynd er góð skemmtun. Að horfa á góða hryllingsmynd getur verið átakanlegt. Hver hefur ekki legið andvaka eftir að hafa horft á hryllingsmynd með öll ljós kveikt, bölvandi eigin fífldirfsku og eða sofið óværum svefni ásóttur af martröðum. Margir velta örugglega fyrir sér af hverju í ósköpunum nokkur maður vill gera sjálfum sér slíkan grikk. Þegar við horfum á hryllingsmyndir upplifum við raunverulegan ótta. Það er að segja þegar við sjáum eitthvað ógnvekjandi á skjánum slá hjörtu okkar hraðar, andardrátturinn eykst og magn stresshormóna í líkamanum eykst. Líkamar okkar verja sig þannig fyrir hættu.

Lesa »

Útigangsmaðurinn

[…] Það var eins og honum fyndist það vera sitt hlutverk í lífinu að gæta hinna, sem voru á svipuðu róli og hann sjálfur, að þeim liði þokkalega. Einhvers konar ábyrgðartilfinning, sem hafði tekið sér bólfestu í huganum, og hann virtist ekkert átta sig á af hverju. Hugsanlega átti tilfinningin eitthvað skylt við fyrra starf, þegar hann bar ábyrgð á lífi fjölda manns í hverjum mánuði. Starfið olli honum stöðugt meira kvíða. Hann fór að nota ótæpilega mikið áfengi og stóð í þeirri meiningu að þannig myndi hann slaka á og kvíðinn minnka. […]

Lesa »

Þrjár hækur

Hæka (japanska: haiku) er japanskur bragarháttur sem má rekja aftur til 16. aldar. Hæka hefur þrjár ljóðlínur og samtals 17 atkvæði sem skiptast þannig að fyrsta og þriðja lína innihalda fimm atkvæði hvor en miðlínan hefur sjö atkvæði. Hækur hafa almennt hvorki rím né stuðla og eru iðulega án titils. Hefðbundnar hækur eru náttúruljóð sem innihalda vísun í eina af fjórum árstíðum en mjög mismunandi er hversu náið nútímahækur fylgja því.

Lesa »

Fáðu mér hníf! Endurfæðing Charlyar í The Long Kiss Goodnight (1996)

Kvikmyndin The Long Kiss Goodnight eftir leikstjórann Renny Harlin kom út árið 1996. Í aðalhlutverkum eru þau Geena Davis í hlutverki Samönthu/Charly og Samuel L. Jackson í hlutverki einkaspæjarans Mitch Henessey. Í fljótu bragði er myndin aðeins góð spennumynd en ef betur er að gáð er hún yfirfull af myndrænu táknmáli sem athyglisvert er að rýna í.

Lesa »

„Þetta er vitnisburður minn“. Um heimildarmynd David Attenborough: A Life on Our Planet

Sir David Attenborough fæddist þann 8. maí, 1926 í bænum Isleworth í Middlesex á Englandi. Hann var ungur að aldri þegar hann fékk áhuga á náttúrunni og varði miklum tíma í að kanna umhverfið í kringum sig og safna steingervingum og öðrum sýnum af náttúrufræðilegum toga. Hann stundaði náttúruvísindanám með áherslu á jarð- og dýrafræði við Háskólann í Cambridge og útskrifaðist þaðan árið 1947. Á lífsleiðinni hefur Attenborough hlotið samtals 32 heiðursgráður frá ýmsum háskólum í Bretlandi fyrir framlag sitt til náttúruvísinda. Þekktastur er hann fyrir sjónvarpsferil sinn þar sem hann hefur verið þáttastjórnandi fjölda náttúru- og dýralífsþátta allt frá árinu 1951. Þar má nefna þættina Life on Earth (1979), State of the Planet (2000), The Blue Planet (2001) og Blue Planet II (2017), Planet Earth (2006) og Planet Earth II (2016), Life (2009) og Our Planet (2019).

Lesa »

Vængjaþytur

Bankið á þakskegginu hélt fyrir henni vöku alla nóttina, aðra nóttina í röð. Miskunnarlaus hávaðinn í þakinu var yfirþyrmandi, þegar veðuröflin börðust um í styrjöld þar sem engum var þyrmt. Austur hittir vestur og járntjaldinu var komið fyrir á þakinu á fallega bláa húsinu hennar. Kalda stríðið geisaði úti og hún gat ekkert gert nema legið í volgu rúminu dauðþreytt. Hún var svo veðurhrædd. Það var eitthvað djúpt innra með henni, hræðslan byrjaði í krepptum fingrunum og tánum og breiddist út um allan líkamann eins og pest. „Hvað ef eitthvað kemur fljúgandi eins og trampólín eða þakplata beint inn um gluggann, lendir á henni og drepur hana óvart, sker hana á háls eða í tvennt svo að hvítu rúmfötin verða blóðrauð og öll búslóðin fýkur út í svartholið? Það er enginn sem stjórnar umferðinni á hlutum sem fjúka í óveðrinu.

Lesa »

„Þegar þér finnst veröldin þrengja að þér skaltu sprengja hana utan af þér“

Geðveiki, handanlíf, neysla, ofbeldi, áföll, ást, frelsi, list, þess- og hinseginleiki. Þetta eru allt dæmi um þemu og átakapunkta í bókinni Drottningin á Júpíter – absúrdleikhús Lilla Löve eftir Júlíu Margréti Einarsdóttur. Um er að ræða fyrstu skáldsögu höfundar sem kom út árið 2018 en áður hefur Júlía gefið út ljóðabókina Jarðaberjatungl og smásöguna Grandagallerí. Drottningin á Júpíter minnir mig einna helst á Yosoy Guðrúnar Evu Mínervudóttur. Báðar sögurnar innihalda martraðakennda fjöllistahópa sem draga fram ýmsa þætti í mannlegu eðli.

Lesa »

Myndbönd og hljóðklippur