Pistlar, viðtöl, smásögur og ljóð

Fréttabréf formanns – Af nemendafélagsstörfum Torfhildar í heimsfaraldri

Nóvember 2020. Skammdegið er að leggjast á með fullum þunga, Zoom þokan liggur yfir öllu og Uglu tilkynningarnar eru farnar að renna saman. Það er áhugavert að reka nemendafélag á tímum sem þessum. Að sumu leyti auðveldara en að mörgu leyti miklu erfiðara. Ég á að minnsta kosti nóg efni í sjálfshjálparbókina 100 leiðir til að aflýsa viðburðum (og bið útgefendur hér með um að mynda einfalda röð). Við í stjórn Torfhildar, nemendafélags bókmenntafræðinema, náðum að halda einn viðburð og einn nefndarfund í persónu áður en smitum fór að fjölga í samfélaginu og líf okkar allra færðist yfir í samanþjappaða mynd á Internetið.

Lesa »

Kjánaleg fantasía fyrir gagnkynhneigða unglingspilta orðin að feminískri költ mynd. Jennifer’s Body (2009)

Þegar kvikmyndin Jennifer’s Body var frumsýnd í kvikmyndahúsum árið 2009 var hún ákveðið flopp. Hún fékk slæma útreið gagnrýnenda og skilaði litlu í kassann. En nú rúmlega tíu árum seinna hefur hún öðlast nýtt líf. Internetið geymir fullt af góðum dómum, margir lofa hana sem gleymda klassík. Er Jennifer’s Body allt í einu orðin góð? Eða var hún kannski bara góð allan tímann?

Lesa »
mask, couple, kiss

Kófið

Nú þrengir að samfélagi svo varla sést í næstu stiku á veginum í átt að því sem verður. Nú þrengir að sviðslistastofnunum, þessum musterum listanna svo heilu leikhúsin sitja nú út í vegkanti og bíða eftir því að rofi til. Tjöldin eru dregin fyrir. Ljósin eru slökkt. Í fyrsta þokumistri kófsins var fólginn mikill kraftur. Þjóðin var slegin niður, listastofnunum skellt í lás. Hinn alræmdi sameiningarandi smáþjóðar sætti sig við tekjumissi, verkefnaniðurföll og frestanir. Kláraði þetta í einni átakslotu og rauk svo út í sumarið sem kálfur að vori. Með haustinu var þjóðin slegin niður aftur og þegar það gerist getur verið þrautinni þyngri að taka því, bera sig vel og að koma sér aftur á lappir. Sameiningarandinn fer nú huldu höfði og í hans stað ber á vonleysi og þreytu. Þetta er nefnilega ekkert grettistak heldur langtímaverkefni.

Lesa »

Menningarhugtakið: Þrætueplið þolgóða

Á árunum 1784 – 1791 skrifaði þýski heimspekingurinn Johann Gottfried Herder sitt frægasta verk Ideen zur Philosophie der Geschichte der Menschheit (Hugleiðingar um heimspeki mannkynssögunnar). Þar hélt hann því meðal annars fram að ekki væri aðeins til ein tegund menningar, hin eina rétta. Hann sagði að smekkur manna væri breytilegur eftir því hvar þeir byggju og þannig væri aðeins hægt að skilgreina mismunandi og breytilega menningu. Um leið hafnaði hann skilgreiningu upplýsingarinnar á því að upplifun manna væri alltaf sú sama og sagði að ekki væri hægt að greina alla menningu og dæma eftir samtímanum hverju sinni. Það er ekki öruggt að þótt einum finnist eitthvað fallegt, finnist öðrum það líka.

Lesa »

„Undir þessari grímu, önnur gríma“. Ævi og störf Claude Cahun

Claude Cahun (fædd Lucy Schwob) fæddist 25. október, 1894 í Nantes, Frakklandi. Hún var alin upp af ömmu sinni, Mathilde Cahun, þar sem móðir hennar átti við andleg veikindi að stríða. Faðir Cahun var af gyðingaættum og varð Cahun fyrir aðkasti í skóla vegna þess. Ákveðið var því að senda hana í skóla í Surrey í Englandi. Þegar Cahun kom aftur til Nantes árið 1909 kynntist hún Marcel Moore (fædd Suzanne Malherbe) og urðu þær ævilangar samstarfs- og ástkonur. Jafnframt urðu þær stjúpsystur árið 1917 þegar fráskilinn faðir Cahun giftist móður Moore, sem var þá ekkja.

Lesa »

Fórnarlamb sjálfsævisögu sinnar: Rocketman.

Flest okkar hafa heyrt að minnsta kosti eitt lag með poppstjörnunni Elton John. Enda er hann einn af frægustu tónlistarmönnum okkar tíma. En við höfum ekki öll heyrt ævisöguna og hvað liggur að baki vinsælustu dægurlögum hans. Segja má því að kvikmyndin Rocketman sé eins konar ævisaga. Það má varla hugsa sér betri leið til að kynna okkur sögu hans en með söngvamynd, þar sem hvert lag segir sína sögu um hans líf.

Lesa »
sedge warbler, old world warbler, acrocephalus

Söngfuglinn Skáld

Sóttkví, það er nú það. Leiðinlegasta tímabil ævi hennar svo hún muni til. Það er varla neitt hægt að gera, dagarnir líða áfram á hraða snigilsins, í sömu dauflegu rútínunni; vakna, vinna í tölvunni, borða, horfa á þætti, sofa. Af og til pantar hún mat á netinu eða hringir í vini, fer í bíltúr eða les bók. Ekkert djamm, engin mæting á vinnustað, ekkert sund. Hún getur ekki beðið eftir því að losna úr fjötrum sóttkvíarinnar, komast út í frelsið…

Lesa »
beach, birds, dawn

Tvö ljóð

[…]og nú er eflaust einhver fuglanna
sem þekkir ekki muninn á
brauðsneið og ástarjátningu
með magapínu yfir
óheppilegu orðalagi mínu[…]

Lesa »
fox, cubs, cute

Rebbar að leik

Það er eitthvað öðruvísi við daginn í dag, einhver ný lykt í loftinu. Litlu rebbarnir klöngrast upp úr niðurgrafinni holunni og skjótast út í morguninn. Grasið er enn þá rakt eftir nóttina og litlu rauðu loppurnar verða samstundis moldugar. Það er svo margt að skoða, því núna er kominn maí og blómin hafa sprungið út. Tófan skríður tignarlega út á eftir yrðlingunum þremur og fylgist með þeim álengdar. Hún truflar ekki leik þeirra. Hún veit að þeir fara sér ekki að voða, svo lengi sem hún hefur auga með þeim.

Lesa »

Myndbönd og hljóðklippur