Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
bókmenntafræðingur
Í dag er ég framkvæmdastjóri Almannaróms, sem er miðstöð máltækni og ber ábyrgð á að framkvæma áætlunina Máltækni fyrir íslensku 2018-2022. Áður starfaði ég meðal annars í sjö ár sem framkvæmdastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík, var framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík, forstöðumaður fjárfestatengsla og markaðsmála hjá Straumi fjárfestingarbanka og markaðsstjóri hjá Borgarleikhúsinu og Deloitte. Ég hef einnig setið á Alþingi, sat í stýrihópi nýsköpunarráðherra um mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland sem kom út nýverið, er varamaður í bankaráði Seðlabanka Íslands og gengt ýmsum stjórnarstörfum.
Lesa meira