Eva Sóley Sigurðardóttir

Eva Sóley er með BA-próf í Bókasafns-og upplýsingafræði (1999),  meistarapróf í Hagnýtri ritstjórn og útgáfu (2008) og annað meistarapróf í Almennri bókmenntafræði (2017). Hún er einnig með kennsluréttinda diplóma (2018). Helstu áhugamál Evu Sóleyjar eru ferðalög, langar gönguferðir og sund, lestur, kórsöngur, prjónaskapur, bíó-, tónleika-og leikhúsferðir.

Leiðbeinendur: Gunnþórunn Guðmundsdóttir og Trausti Ólafsson

Um ritgerðarskrifin:

Meistararitgerðin mín fjallar um absúrdisma og ritual og í því felst greining á leikritinu Þrettánda krossferðin eftir Odd Björnsson. Rannsóknin gekk út á það að skoða hvort leikritið er absúrd leikverk og hvort í því er trúarlegt ritual eða messu ritual. Hluti ritgerðarinnar fjallar um absúrdisma út frá kenningum nokkurra fræðimanna. Ég hef haft áhuga á leikhúsi síðan ég var barn og datt í hug að það væri áhugavert að rannsaka leikrit í tengslum við lokaritgerðina. 
 
Vinnan við ritgerðina gekk ágætlega og ég fann góðar heimildir og tók tvö viðtöl sem ég vísaði til. Samvinna við leiðbeinanda gekk mjög vel. Hann aðstoðaði mig við að velja leikrit, gaf mér góð ráð og benti mér á góðar heimildir. Það kom mér mest á óvart hvað það var gefandi og gaman að vinna verkefnið sem mér fannst eiginlega óyfirstíganlegt í fyrstu. 

 

 
🇮🇸 Leikritið 13. krossferðin var gefið út sem bók árið 1993, sama ár og Þjóðleikhúsið tók verkið til sýninga. Höfundur leikritsins Oddur Björnsson var afkastamikið leikskáld á seinni hluta tuttugustu aldar en hann skrifaði mörg leikrit og var þetta hans síðasta. Verkið þótti á þeim tíma sem það kom út frekar óvenjulegt og flókið að byggingu og ólíkt fyrri verkum Odds. Í ritgerðinni er fyrst fjallað um höfundinn, sýningu Þjóðleikhússins og uppbyggingu verksins sem er í tveimur hlutum sem nefnast Seria og Feria. Fjallað er um persónur verksins, hinn svokallaða þríeina mann og þrískiptingu sálarinnar. Gerð er grein fyrir því hvernig aðalpersónur verksins, sem eru þrjár, virðast í raun einn og sami maðurinn með þrískipta sál og er það skoðað út frá kenningum fræðimanna um efnið. Þá er fjallað um ritúal, eðli ritúals og rítúöl sem koma við sögu í leikritinu. Þetta eru ritúölin vígsluathöfn eða heilög leið og messa. Í umfjöllun um efni leikritsins og greiningu á því er meðal annars litið til fræðimannanna Platons, Sigmunds Freuds, Martins Esslins og Leonards Proncos. Einnig er vitnað í Biblíuna á nokkrum stöðum en verkið er nokkuð trúarlegt á köflum með öllum sínum ritúölum. Áðurnefnd ritúöl eru greind í hverri senu fyrir sig og senur leikritsins sem eru 24 talsins, eru skráðar eftir persónum, staðsetningu, framvindu og lykilsetningu sem lýsir best inntaki hvers atriðis. Að lokum er fjallað um absúrd leikhúsið bæði almennt og út frá kenningum fræðimanna um það efni. Kenningarnar eru bornar saman við leikverkið og skoðað hvort það geti samkvæmt þeim talist absúrd leikverk.
 
🇬🇧 The theatre play The 13th Crusade was published as a book in 1993, the same year the premier opened at The National Theatre in Iceland. The author of this play, Oddur Björnsson, was a productive theatre plays writer during the latter half of the 20th century and this was the last one of his many plays. This play was generally regarded as unusual, structurally complicated and very different from the author’s previous plays. At the outset of this paper, the focus will be on the author, the theatrical performance at the The National Theatre and the play’s structure which is divided into two parts called Seria and Feria. The discussion will be on the characters of the play, the threefold oneness of the human being and the threefold nature of the soul. It will especially be elaborated how the three main characters of the play seem to be at the same time one and the same person with a threefold soul. Then, the focus will switch to rituals, their nature and how they are presented within the play. These rituals include the Ordination or the Holy Path and the Mass. The discussion and the analysis of the play’s themes will be influenced by scholars such as Plato, Sigmund Freud, Martin Esslin and Leonard Pronco. Furthermore, since the play is often quite religious and ritualistic, there will be several references to the Bible. The rituals within each scene of the play will be analyzed separately one by one. All the play’s scenes have a particular description based on various characters, locations, progress of events and a key sentence which best describes the essence of each particular scene. Finally, the theatre of the absurd will be discussed both generally and theoretically in the context of various academics and their theories will be compared to the play with a special focus on whether or not it can be defined as an absurd theatre play.