Gunnþórunn Guðmundsdóttir

Prófessor

Gunnþórunn Guðmundsdóttir

Í hnotskurn

Hvernig lá leið þín í
almenna bókmenntafræði?

Óbilandi áhugi á bókmenntum og almenn lestrarmanía

Hvað er það áhugaverðasta við almenna bókmenntafræði?

Tækin og tólin sem hún veitir manni til að greina og túlka texta og önnur fyrirbæri í menningunni, svo að skilningur manns víkkar og hugurinn stækkar

Af hverju er almenn bókmenntafræði sniðugt námsval?

Hún er fínn grunnur í fjölmörg störf, t.d. á sviði bókaútgáfu, fjölmiðlunar, auglýsinga og margt fleira – í raun hvaða starfsgrein sem snýr að textum af einhverri gerð. Svo veitir þetta manni mjög góðan grunn í framhaldsnám, hvort sem það er hér heima eða í útlöndum

representation of forgetting in life writing and fiction bókarkápa

Hvert er þitt áhugasvið innan fræðigreinarinnar?

Mitt áhugasvið eru æviskrif af ýmsum toga á síðastliðnum áratugum, minnisfræði og mörk bókmenntategunda, skáldskapar og veruleika

Námsferill

2000

Ph.D., University of London, Samanburðarbókmenntafræði

1995

MA, University of Kent,
Evrópskar samanburðarbókmenntir

1992

BA, Háskóli Íslands, Almenn bókmenntafræði og þýska

Tilvitnunin

Sigurður Pálsson

Ég geri orð Sigurðar Pálssonar að mínum: „Minnið er alltaf að störfum. Það endurmótar stöðugt líf okkar og reynslu. Endurskapar ævi okkar á sérhverjum nýjum degi.“ 

(Minnisbók, s. 13) 

Og þá ekki síður orð enskukennara Ians McEwans sem hann vitnaði til þegar hann tók á móti bókmenntaverðlaunum Halldórs Laxness: „The real business in life is studying literature“

Hafa samband

Molinn

Vitnisburður um veruleikann: Um nokkur sjálfsævisöguleg verk
2010-2015
Skírnir, haust 2016.

Að skrifa upp lífið eða vonlaust verk skrásetjarans. 

Víða um heim hefur orðið vart við aukinn áhuga á alls konar heimildaverkum í listum. Bækur sem liggja á mörkum heimildaverka, sagnfræði og skáldskapar voru til dæmis mjög áberandi á Spáni í upphafi þessarar aldar, en þá kom út mikill fjöldi verka um spænsku borgarastyrjöldina og Franco-tímann. Eitt af einkennum þeirra var notkun gamalla ljósmynda á kápu þannig að í spænskum bókabúðum var skáldsagnaborðið gjarnan þakið ljósmyndum svo minnti á sagnfræðirit frekar en skáldskap. Að einhverju leyti mætti skrifa þennan áhuga á markabókmenntum af þessu tagi á ákveðnar efasemdir um möguleika skáldsögunnar. Spænski rithöfundurinn Javier Cercas segir til dæmis í aðfaraorðum að verki sínu um valdaránstilraunina á Spáni 1981, Antomía de un instante (2009), að upphaflega hafi hann ætlað að skrifa skáldsögu um efnið, en þegar hann hafi lesið í blaði að fjölmargir Bretar teldu Winston Churchill vera skáldsagnapersónu, hafi hann breytt um stefnu, hætt við skáldsöguna og skrifað heimildaverk í staðinn, það væri þörf fyrir eitthvað annað en skáldskap (13). Og eins og frægt er orðið hóf Karl Ove Knausgaard sinn mikla sjálfsævisögulega bálk, Min kamp 1-6 (2009-2013), þegar hann gafst upp á að skrifa skáldsögu um föður sinn. Breski höfundurinn Linda Grant segir í bók sem hún skrifaði um móður sína sem þjáðist af elliglöpum, Remind me who I am again (1998), að hún hafi mánuðum saman reynt að skrifa skáldsögu um fjölskyldu sína, en ekkert gekk: „Mér fannst að skáldsagnapersónurnar sem ég var að skapa væru á einhvern undarlegan hátt að ræna ævisögunum af ættingjum mínum“ (298). Þessar efasemdir um skáldsagnaformið og tilraunir með mörk þess og mæri má því sjá víða þessa dagana, þótt hér verði ekkert fullyrt um ástæður þess.