Sif Ríkharðsdóttir

Prófessor

Í hnotskurn

Hvernig lá leið þín í
almenna bókmenntafræði?

Ég hef alltaf haft áhuga á bókmenntum og lesið mikið þannig að það lá kannski fyrir að fara í nám þar sem ég fengi tækifæri til að lesa heimsbókmenntir og kryfja þær í góðum félagsskap. Það er fátt notalegra en að skríða upp í sófa í skammdeginu með góða bók og súkkulaði (eða hnetur fyrir þá alla hollustu!).

Hvað er það áhugaverðasta við almenna bókmenntafræði?

Ég lít svo á að bókmenntir séu ímyndaður heimur þar sem við hittum fyrir framandi menningarheima, atburði og persónur sem auðga skilning okkar á sjálfum okkur og okkar eigin menningarheimi og bakgrunni – og fá mann jafnvel til að velta fyrir sér gildum og viðmiðum sem við höfum tekið sem gefnum. Í bókmenntafræðinni reynum við markvisst að vinna með nemendum að því að skilja hvað það er sem gerir það að verkum að þessir ímynduðu heimar hrífa okkur svona og hvernig bókmenntir fyrri alda geta veitt okkur dýrmætar upplýsingar um fortíð okkar og hvernig nútíminn – í þeirri mynd sem við þekkjum hann – varð til.

Af hverju er almenn bókmenntafræði sniðugt námsval?

Fyrst og fremst er hún náttúrulega skemmtileg! Í öðru lagi eru það forréttindi að fá að lesa bækur í „vinnunni“. Í þriðja lagi er hún einstakur grunnur fyrir hin ýmsu störf og lífið almennt þar sem nemendur fá þjálfun í að vinna úr miklu magni af upplýsingum, kryfja og greina texta og koma niðurstöðum og hugmyndum í skilmerkilegu formi frá sér. Allt eru þetta hæfileikar sem munu koma að gagni, hvort heldur í bókmenntatengdum störfum eða á almennum starfsvettvangi.

Hvert er þitt áhugasvið innan fræðigreinarinnar?

Sérsvið mitt eru miðaldir en ég fæst einnig við kynjafræði innan bókmennta sem og rannsóknir á tilfinningum í bókmenntum.

Námsferill

Ph.D., Washington University, St. Louis, Almenn bókmenntafræði og enska

MA, University of North Carolina at Chapel Hill, Almenn bókmenntafræði og þýska

BA, Háskóli Íslands, Almenn bókmenntafræði og íslenska

BA, Universität Konstanz,
Allgemeine Literaturwissenschaften

Hafa samband

Molinn

„It is a truism that the medieval Icelandic saga avoids emotive or subjective positioning, preferring an objective narrative style that favours subtle situational or behavioural hints over explicit verbalisation or gestural behaviour when it comes to emotions. Yet there is ample evidence that beneath the apparently calm surface of many saga characters there is an abundance of passion and emotional turbulence. The deceptively laconic reactions and lack of verbalisation of internal emotional states or feelings are not due to a lack of literary means of displaying emotion – as is evident by emotive portrayals in other Old Norse literary genres – or a fundamental impassiveness of saga characters. Rather such passages suggest an emotive script that favours somatic indicators over verbal expressions and indicates a valuation of reticence modulated into action over emotive expressiveness.”