Ingi Þór Sighvatsson
„All that is gold does not glitter, Not all those who wander are lost; The old that is strong does not wither, Deep roots are not reached by the frost. From the ashes a fire shall be woken, A light from the shadows shall spring; Renewed shall be blade that was broken, The crownless again shall be king.“
~ J.R.R. Tolkien, The Fellowship of the Ring ~
Ég er að læra almenna bókmenntafræði og þetta er önnur önnin mín í náminu. Námskeiðin sem ég er að taka núna eru Vefskrif, Biblían sem bókmenntaverk og Draumar heimsbókmenntanna. Ég var áður í námskeiði sem hét Bókmenntasaga sem var mjög skemmtilegt, við lásum allskonar bækur frá mismunandi tímabilum og skrifuðum ritgerð um efni úr bókum.
Áhugamálin mín eru mörg. Ég spila á píanó, fer í ræktina, hugleiði, spila skák, les bækur og læra.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur myndi ég segja að væri Breaking Bad, mjög góðir þættir um efnafræðing sem ákveður að verða eiturlyfjasali til að græða meiri pening fyrir fjölskyldu sína. Þættirnir eru mjög vel skrifaðir, sagan færist frá einum punkti yfir í annan án þess að verða leiðinlegir og persónurnar eru alvöru, maður annaðhvort hatar eða dýrkar einstaklinginn.
Uppáhalds bókasérían mín er Harry Potter. Allar bækurnar eru mjög vel skrifaðar og draga þig inn í heim sem þú myndir vilja lifa í. Ég held að langflestir hafa heyrt um Harry Potter hvort út frá bíómyndunum sem voru gerðar eða bókunum sem voru skrifaðar.
Harry Potter heimurinn hefur dregið að sér ótrúlega marga aðdáendur yfir árin og þeim fjölgar en í dag.
Bækur sem eru einnig í upphaldi hjá mér eru bækur eftir Stephen King. Ég lesið mikið af Stephen King bókum og þær eru allar vel skrifaðar. Þótt hann sé þekktastur fyrir að skrifa hrollvekjur þá er hrollvekjan ekki aðalmálið í bókum hans heldur eru það persónurnar og sögurnar sjálfar sem eru mjög vel gerðar.
Ég hef aldrei tekið vefskrif sem fag áður þannig ég er opinn fyrir flestu.