Gunnar Tómas Kristófersson
Gunnar útskrifaðist með BA-gráðu í kvikmyndafræðum þar sem lokaritgerðin var um ritskoðunarkóða Hollywood og áhrif hans á iðnvæðingu kvikmyndanna. Meistaranámið tók hann að hluta við kvikmyndafræðideild Johannes Gutenberg háskólann í Mainz. Lokaritgerðin fjallaði um skilgreiningarvanda költmynda. Eftir meistaranámið fór áhuginn að snúast að íslenskum kvikmyndum og ljóst að af nógu var að taka þegar kom að því efni.
Leiðbeinandi: Björn Þór Vilhjálmsson.
Í doktorsverkefni mínu er ætlunin að varpa ljósi á kvikmyndasögu Íslands, sér í lagi fyrir stofnun Kvikmyndasjóðs árið 1978. Leitast verður við að fá sem skýrasta mynd af nokkuð óljósri sögu fárra frumkvöðla sem gerðu sitt besta að búa til heimildarmyndir sem og leikið efni við vægast sagt erfiðar aðstæður, enda enga styrki að fá. Meðfram sögulegri vinnu verða kvikmyndirnar greindar og rýnt í þau einkenni, áherslur og hugmyndafræði sem finna má í þeim og verkin jafnframt staðsett í menningarsögulegu samhengi á Íslandi.