Áfangar í kvikmyndafræðum er safn 26 þýddra greina sem allar hafa sætt tíðindum í sögu kvikmyndafræðinnar. Höfundarnir eru helstu hugmyndasmiðir, leikstjórar og fræðimenn kvikmyndasögunnar. Hér eru sígildar greinar Eisensteins og Kracauers um möguleika miðilsins á umbrotatímum á fyrri hluta 20. aldar, en einnig gagnrýni Bazins og Truffauts á hugmyndir þeirra auk fjölmargra greina frá síðustu áratugum þar sem fjallað er um kvikmyndina út frá sjónarmiði ýmissa hugmyndastefna.