heimur_kvikmyndanna

Heimur kvikmyndanna. Ritstj. Guðni Elísson. Reykjavík: Forlagið og Art.is, 1999.

Heimur kvikmyndanna er tímamótaverk í íslenskri útgáfusögu. Ríflega sjötíu höfundar lögðu til um níutíu greinar í fyrsta íslenska yfirlitsritið sem skrifað er um kvikmyndir en það veitir lesendum í senn almenna og tímabæra leiðsögn um lendur kvikmyndanna.

Áfangar í kvikmyndafræðum.
Ritstj. Guðni Elísson, Reykjavík: Forlagið, 2003.

Áfangar í kvikmyndafræðum er safn 26 þýddra greina sem allar hafa sætt tíðindum í sögu kvikmyndafræðinnar. Höfundarnir eru helstu hugmyndasmiðir, leikstjórar og fræðimenn kvikmyndasögunnar. Hér eru sígildar greinar Eisensteins og Kracauers um möguleika miðilsins á umbrotatímum á fyrri hluta 20. aldar, en einnig gagnrýni Bazins og Truffauts á hugmyndir þeirra auk fjölmargra greina frá síðustu áratugum þar sem fjallað er um kvikmyndina út frá sjónarmiði ýmissa hugmyndastefna.

Áfangar í kvikmyndafræðum
kúreki norðursins

Kúreki norðursins. Kvikmyndaskáldið Friðrik Þór Friðriksson. Ritstj. Guðni Elísson. Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2005.

Friðrik Þór Friðriksson er einn merkasti kvikmyndagerðarmaður Íslendinga. Þó hefur lítið sem ekkert komið út um list hans á prenti. Í greinasafninu er leitast við að gefa sem fjölbreytilegasta mynd af kvikmyndum Friðriks Þórs, tilraunamyndir hans og heimildarmyndir er skoðaðar og rýnt í leiknar kvikmyndir hans út frá ýmsum ólíkum fræðilegum forsendum.

Kvikmyndagreinar, ritstj. Guðni Elísson. Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2006.

Í Kvikmyndagreinum birtist úrval þýðinga eftir ýmsa þekkta erlenda kvikmyndafræðinga, en greinarnar eiga það allar sammerkt að beina sjónum að kvikmyndagreinahugtakinu.

kvikmyndagreinar
Rekferdir

Rekferðir. Íslensk menning í upphafi nýrrar aldar. Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2011.

Í Rekferðum má finna úrval greina og pista um íslenskan og erlendan samtíma sem Guðni skrifaði í Lesbók Morgunblaðsins á árunum 2001 til 2009.

Hef ég verið hér áður? Skáldskapur Steinunnar Sigurðardóttur. Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2011. Ásamt Öldu Björk Valdimarsdóttur.

Í bók sinni um skáldskap Steinunnar Sigurðardóttur fjalla Alda og Guðni um togstreituna í sambandi kynjanna eins og hún brýst fram í tortímandi ástarsamböndum, dregin eru upp viðkvæm en um leið ógnvænleg tengsl manns og náttúru og kvenlegum reynsluheimi lýst, en hann gefur verkunum oft og tíðum aukna íróníska vídd.

Hef ég verið hér áður