Erla Guðný Pálsdóttir

Erla Guðný Pálsdóttir

Erla Guðný Pálsdóttir er 25 ára landsbyggðarmær frá Fellabæ í Fljótsdalshéraði og Ísafirði. Hún var að hefja meistaranám sitt í almennri bókmenntafræði núna í haust. En hún útskrifaðist í sumar með tvöfalda BA-gráðu, í ítölsku og almennri bókmenntafræði.

Leiðbeinandi: Kjartan Már Ómarsson.

Um ritgerðaskrifin:

Markmið lokaverkefnis míns á BA-stigi í almennri bókmenntafræði, „Margmiðlunarverkefnið Hatari: Afhjúpun svikamyllu samfélagsins“, var að varpa ljósi á það hvað felst í gjörningum Hatara og hvað markmiðið með þeim sé. Með öðrum orðum fjallaði ég um Hatara og greindi lagatexta þeirra sérstaklega, en einnig tók ég á pólitísku útspili þeirra sem verkefnis. Í fyrsta hluta ritgerðarinnar kynnti ég margmiðlunarverkefnið Hatara og útskýrði um hvað það snýst, en auk þess tók ég það fyrir hvers vegna þeir kjósa að kalla sig margmiðlunarverkefni frekar en hljómsveit. Greindi lagatextar Hatara út frá mismunandi bókmenntastefnum eins og t.d. níhílisma, marxisma, endalokabókmenntum og kirkjugarðsskáldskap. Í síðasta hluta ritgerðarinnar fjallaði ég um það hvernig meðlimir Hatara nýta sér tónlist til að koma á framfæri pólitískum skilaboðum t.d. með að ljúga til um samstarf við Landsbankann, Neysluvöku og þátttöku þeirra í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og jafnframt  skoðanir almennings á þessum gjörningum skoðaðar.

Niðurstöður mínar leiddu í ljós að markmið margmiðlunarverkefnisins Hatara snúast ekki endilega um það að hafa áhrif á samfélagið með beinum hætti og ná fram breytingum eða einhverju slíku, heldur um að gera okkur meðvituð um að frelsið sem að við teljum okkur búa yfir sé að miklu leyti ímyndað. Hatari hefur náð að vekja íslenskt samfélag til umhugsunar með textum sínum og framkomu. Til þess að ná þessu markmiði beina meðlimir Hatara gagnrýninni sömuleiðis að sjálfum sér. Þeir verka sem paródía á þann boðskap sem þeir boða, þ.e. gagnrýni á neyslusamfélagið, þar sem að þeir gerast samsekir því þeir komast ekki hjá því. Þannig ná þeir enn betur að sýna fram á að við göngum öll kaupum og sölum, að allir hafi sitt verð og að það verði í raun ekki flúið undan ógnararmi kapítalismans.

Útdráttur:

Markmið þessarar heimildarritgerðar er að varpa ljósi á það hvað felst í gjörningum Hatara og hvað markmiðið með þeim sé. Með öðrum orðum verður hér fjallað um Hatara og lagatextar þeirra greindir sérstaklega, en einnig verður tekið á pólitísku útspili þeirra sem verkefnis. Í fyrsta hluta ritgerðarinnar verður margmiðlunarverkefnið Hatari kynnt og útskýrt um hvað það snýst, en auk þess verður tekið fyrir hvers vegna þeir kjósa að kalla sig margmiðlunarverkefni frekar en hljómsveit. Þá verða lagatextar Hatara greindir út frá mismunandi bókmenntastefnum eins og t.d. níhílisma, marxisma, endalokabókmenntum og kirkjugarðsskáldskap. Í síðasta hluta ritgerðarinnar verður fjallað um það hvernig meðlimir Hatara nýta sér tónlist til að koma á framfæri pólitískum skilaboðum og skoðanir almennings á þessum gjörningum skoðaðar.

Niðurstöður leiddu í ljós að markmið margmiðlunarverkefnisins Hatara snúast ekki endilega um það að hafa áhrif á samfélagið með beinum hætti og ná fram breytingum eða einhverju slíku, heldur um að gera okkur meðvituð um að frelsið sem að við teljum okkur búa yfir sé að miklu leyti ímyndað. Hatari hefur náð að vekja íslenskt samfélag til umhugsunar með textum sínum og framkomu. Til þess að ná þessu markmiði beina meðlimir Hatara gagnrýninni sömuleiðis að sjálfum sér. Þeir verka sem paródía á þann boðskap sem þeir boða, þ.e. gagnrýni á neyslusamfélagið, þar sem að þeir gerast samsekir því þeir komast ekki hjá því. Þannig ná þeir enn betur að sýna fram á að við göngum öll kaupum og sölum, að allir hafi sitt verð og að það verði í raun ekki flúið undan ógnararmi kapítalismans.