Elísabet Sif Elíasdóttir Welding

„Cogito ergo sum“ - I think, therefore I am – Ég hugsa, þess vegna er ég
~ René Descartes ~

Ég er að læra sálfræði og liggur áhugi minn aðalega á því sviði. Ég stefni á að læra svipbrigða lestur (e. Micro Expression Reading) ásamt almennri atferlisfræði.

Ég æfi crossfit og MMA og hef þar af leiðandi lokið grunnnámskeiðum í báðum þeim íþróttum. Í crossfit lærði ég til dæmis ólympískar lyftingar sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Í MMA lærði ég grunnþjálfun í glímu, kickboxi og brazilian jitsu. Mín uppáhalds afþreying er þó að fara á snjóbretti, eitthvað sem ég væri til í að geta stundað allan ársins hring.

Ég hef lokið mörgum námskeiðum við HÍ en það námskeið sem stendur mest uppúr heitir Líkaminn og kynverundin: Frelsi og fjötrar. Í námskeiðinu lærði ég mikið um þróun kynlífs og hugmyndafræðina á bakvið kynferði almennt. Það efni hefur alltaf verið mér hugleikið og eitthvað sem ég stefni á að mennta mig enn frekar í.


Mín áhersla í náminu snýr aðallega að sálfræði, atferlisfræði og kynfræði, þá sérstaklega að hegðun og hugsun bæði mannsins og annarra dýra. Mín uppáhalds tilvitnun er frá hinum eina sanna René Descartes Cogito ergo sumI think, therefore I am – Ég hugsa,  þess vegna er ég.