Bókmenntir innflytjenda

Gunnþórunn Guðmundsdóttir

Um hvað er námskeiðið?

Námskeiðið fjallar um bókmenntir innflytjenda í ólíkum löndum og á ólíkum tímum.

Er efni námskeiðsins eitthvað sem þú hefur verið að rannsaka?

Já, ég hef kennt námskeið á svipuðum nótum áður og hef lengi haft áhuga t.d. á sjálfsævisögum innflytjenda.

Hvernig er efni námskeiða ákveðið?

Ég reyni að gefa sem breiðasta mynd af helstu þemum og áherslum í bókmenntum af þessu tagi. Þess vegna skoðum við ýmis tímabil og ýmis landsvæði. Við skoðum t.a.m. bókmenntir hér og einnig bókmenntir sem tengjast svæðum þar sem hafa verið miklir og afgerandi fólksflutningar eins og t.d. frá Mexíkó til Bandaríkjanna. Við skoðum líka önnur form í bland, til að skoða hvernig fólksflutningar birtast í öðrum miðlum, t.d. í kvikmyndum, á samfélagsmiðlum og víðar.

Hvaða verk verða lesin/verður horft á?

Það er ekki kominn endanlegur leslisti, það skýrist um leið og maður sér hvað er fáanlegt og hvað ekki. Það getur alltaf verið svolítið snúið að ná í þau verk sem mann langar að hafa með. En ég lofa að þetta verður spennandi og fjölbreytt efni sem hefur sterka skírskotun til heimsmála í dag.