Aron Andri Gunngeirsson
„I choose a lazy person to do a hard job, because a lazy person will find an easy way to do it.“
~ Bill Gates ~
Ég heiti Aron og er að læra kvikmyndafræði. Helstu áhugamálin mín eru að öllum líkindum tónlistarsmíð, teiknimyndir, púsl og því miður að horfa á United tapa stigum hverja einustu viku. Ég stefni að því að klára BA í kvikmyndafræði áður en ég horfi lengra framávið. Eitt skref í einu, eins og maður segir.
Skemmtileg námskeið sem ég hef tekið innan háskólans eru til dæmis kvikmyndagagnrýni, Hollywood: Place and Myth og Bandarísk stjórnmál. Ég er handviss um að þessi áfangi eigi eftir að bætast við 😊
Bækur Kurt Vonnegut hafa alltaf staðið uppúr hjá mér þegar ég hugsa til áhugaverðra bóka. Mér finnst röddin hans sem rithöfundur svo ótrúlega spes að það dregur mig alltaf að fleiri verkum eftir hann. Ef nefna ætti svo eitthvað sjónvarpsefni gæti ég nefnt heilan helling af fullorðins teiknimyndum eins og F is for Family, Big Mouth og Rick and Morty. Áhuginn er aðallega tilkominn vegna þess að mér finnst ennþá ógeðslega fyndið að sjá teiknimyndapersónur blóta. Burtséð frá teiknimyndum mætti þó nefna þætti á borð við Ozark, Money Heist og Squid Game.
Uppáhalds tilvitnun mín er örugglega þessi eftir Bill Gates „I choose a lazy person to do a hard job, because a lazy person will find an easy way to do it.“ Ég geri mér hins vegar fulla grein fyrir því að þetta er eflaust frekar hugrök játning að minni hálfu á sama tíma og ég er að hefja nám í nýjum áfanga í háskólanum.