Anna Lára Árnadóttir
„One‘s destination is never a place, but a new way of seeing things“
~ Henry Miller ~
Ég er í meistaranámi í hagnýtri ritstjórn og útgáfu, en ég útskrifaðist með BA-gráðu í félagsfræði haustið 2021. Ég vinn á Kaffibarnum meðfram náminu en tek einnig að mér sjálfstæð verkefni að skrifa, þýða og yfirfara ritgerðir og pistla. Ég nýt þess mikið að ferðast og stefni á að nýta námið til þess að starfa erlendis, en það á eftir að koma í ljós.
Ég nýt þess mikið að hlusta á hlaðvörp og er í Ljósi Sögunnar í miklu uppáhaldi, en útfærsla þáttanna og rannsóknarvinnan er aðdáunarvert auk þess að vera virkilega skemmtilegt.
Ég hef mikinn áhuga á sögu og hrífst mikið af sögulegum breskum þáttaröðum, eins og Downtown Abbey, inn á milli þess sem ég horfi á endursýningar af The Office. Einnig les ég frekar mikið, eða hlusta á bækur í Storytel, og reyni að hafa úrvalið fjölbreytt en seinustu ár hef ég reynt að einblína á Íslenskt efni og rithöfunda.
Í náminu langar mig einmitt að einbeita mér að því að skrifa betri pistla á íslensku og jafnvel skrifa ritdóma á íslenskum bókum, auk þess að fá jafnvel tækifæri til að spreyta mig í að skrifa smásögur.