Danskvæði meðal rómanskra þjóða frá 12. öld og síðar, m.a. flutt af trúbadúrum og leikurum. Á 14. og 15. öld var orðið notað um sérstakt kveðskaparform; hvert kvæði var 3 erindi og hálft erindi að auki, svonefnt envoi. Á ensku var ballad notað frá því seint á miðöldum bæði um danskvæði og alþýðlegar söngvísur af ýmsu tagi.
Orð sem þykir af einhverjum ástæðum þykir ekki sæma að nota á prenti eða í vandaðri ræðu. Í stað þeirra er þá sett einhvers konar umritun eða skrautyrði.
Bækur skrifaðar og gefnar út handa börnum og unglingum. Hér á landi eru b. innflutt bókmenntagrein, kemur fram í lok 18. aldar með upplýsingastefnu.
– er stök vísa, þula eða kvæði, sem mælt er fram, raulað eða kveðið við barn til að hafa ofan af fyrir því eða til að róa það og svæfa. Hún hefur góð skilyrði til að lifa áfram óháð bókum (-þjóðkvæði). Efni barnagælu er oft úr umhverfi barnsins. Málfar barnagælu er oftast einfalt og auðskilið börnum.
Stílhugtak, sem fyrst var notað (frá því um miðja 19. öld) um byggingar- og myndlist í þeim stíl sem tók við af endurreisnarstefnu í lok 16. aldar og náði fram að rókókótímanum. Um bókmenntir þessa skeiðs var orðið fyrst notað seint á 19. öld. Áhugi manna á b. á síðustu áratugum á vafalítið að nokkru rót sína að rekja til þess að menn hafa þóst finna þar vissan skyldeika við –módernisma.
Svo nefndi sig hópur ungs fólks – aðallega úr hvítri millistétt – sem reis gegn bandarískum lífsgildum eftir síðari heimstyrjöldina; þ.á.m. voru mörg skáld sem lögðu mest upp úr innblásnum sýnum og óheftri tjáningu. B. Varð áhrifamest í New York og Kaliforníu og sauð saman zen-búddisma og –dulhyggju.
Vísur sem hagyrðingar ortu og skrifuðu á blað sem oft var stungið í less af sauðkind eða stórgrip og skilið eftir í beinakerlingu, þ.e. grjótvörðu við fjallvegi, svo sem orðsendingu til manna sem ætlað var að síðar færu þar um.
Orð eða setningar sem tilfærðar eru óbreyttar eins og höfundur telur þær hafa verið sagðar. B.r. er notuð bæði í eintölum og ræðum, en oftast þó í samræðum; höfundar nota hana sem sviðsetningu á samtölum, sem geta skiptst á við eða komið í eða lýsinga og frásagna.
Í íslenskum handritum frá 14. – 15. öld er varðveitt þýðing á upphafi Gamla testamentisins (til loka 2. Konungabókar) sem nefnd er stjórn. Oddur Gottskálksson þýddi nýja testamentið á íslensku (pr. 1540) eftir þýðingu Lúthers og latneska textanum (Vulgata). Hann þýddi einnig Davíðssálma o.fl. rit Gamla testamentsins, Gissur biskup Einarsson Orðskviðina og Síraksbók (pr. 1580). Allar þessar þýðingar tók Guðbrandur biskup Þorláksson upp í biblíu sína 1584.
Rímur kveðnar út frá sögnum biblíunnar, upphaflega fyrir tilstylli Guðbrands biskups Þorlákssonar. Hann fékk prestana Einar Sigurðsson í Heydölum og Jón Bjarnason á Presthólum til þess að yrkja b. og lét prenta þær í Vísnabók 1612. Þetta var liður í baráttu biskups gegn rímum veraldlegt efnis og öðrum verslegum bókum.
Sérkennilegur stíll biblíumáls á sér framar öllu rætur í því að textinn er heilög bók, grundvöllur guðsdýrkunar og guðsþjónustu. Málfar biblíuþýðinga hefur því ávallt verið hátíðlegt, stundum skáldlegt, og oft fjarlægt mæltu máli. Íslenskur b. mótaðist af elstu prentuðum biblíuþýðingum, og enda þótt nýjar þýðingar hafi síðar komið til, sem að mörgu leyti færðu biblíumálið nær samtíðarmáli, hefur furðu mikið varðveist af stíleinkennum elstu þýðinga; gamall málblær gerir og sitt til þess að auka hátíðleik stílsins.
Heitið er komið frá aðalpersónu í skopkvæðum eftir Þjóðverjann L. Eichrodt, sem birtustu 1850-57, en það varð e.k. samnefni á smáborgurum samtímans. Síðar var orðið notað um vissa tegund borgaralegra bókmennta í tímabilinu 1815-48. Helstu einkennin eru að þessar bókmenntir snúa baki við rómantísku stefnunni og frelsishreyfingum samtímans, enda í nánum tengslum við afturhald þessa tíma.
1) Sögur um íslenska biskupa á 11. – 14. öld, skráðar á tímabilinu frá því um miðja 14. öld. Margar eru eftir samtíðarmenn biskupanna, og allar eru þær samdar af klerkum og lærðum mönnum; sumir þeirra eru kunnir, og á nöfn annarra hefur verið giskað.
2) Sögur biskupa frá síðari öldum. Þættir um síðustu kaþólsku biskupana eru pr. Í B.II (1878). Merkasta ritið er B. Jóns Halldórssonar í Hítardal.
Blöð eru prentað mál sem út kemur með reglulegu tímabili; í öndverðu var aðeins um fréttaflutning að ræða (af náttúruhamförum, stjórnmálum og viðskiptum), síðar bættist við bókmenntalegt efni af ýmsu tagi (- kjallaragreinar, framhaldssögur og ritstjórnargreinar). Blöð eru greind frá –tímaritum; þau flytja fyrst og fremst fréttir og eru yfirleitt í öðru broti.
Var í þýskum ævintýrum undrablóm sem vísaði leið til hulinna fjársjóða þeim sem fann það. Hugtakið varð síðan tákn skáldskapar – rómantísku stefnunnar og óendanleikaþrár skáldanna.
Heiti notað um grein þýskra –átthagabókmennta, sem þróaðist á valdaskeiði nasista. Bændum var þar lýst sem hinum sönnu og jarðgrónu fulltrúum hins hreina germanska kynstofns í andstöðu við úrkynjuð öfl borgarlýðs. B. varð fljótlega verkfæri nasistískrar hugmyndafræði, og pólitískur áróður bar skáldskapargildi verkanna ofurliði.
Er tíðnotað orð í allri umfjöllun um bókmenntir, ýmist um meðvitaðan –áróður höfunda, einhliða framsetningu á sjónarmiðum og kenningum, eða um þær megin hugmyndir skáldverka sem ólíkar túlkunarleiðir leiða í ljós, lífsskoðun og sjónarmið höfunda eins og það birtist í verkinu (sbr. hneigð). Segja má að allar þær bókmenntir sem ekki boða beinlínis algjört sjálfstæði listarinnar hafi að geyma einhvern b. til samtíðar sinnar.
Er í víðasta skilningi hvers konar skipti á boðum í mannlegu samfélagi allt frá tveggja manna tali til fjölmiðla samtímans, sem senda fjölmennum og sundurleitum hópi boð samtímis án þess að viðtakandi geti svarað í sömu mynt (einstefnumiðlun). Tilfinningagildið birtir afstöðu mælanda til þess sem hann er að tala um, áhrifagildið tengist viðbrögðum viðmælanda, þeir þættir orðræðu sem miðast við það eitt að halda sambandi milli beggja falla undir sambandsgildi og skírskotanir til málkerfis undir kerfisgildi.
- Elstu bækur á Vesturlöndur voru uppvafin papýrusblöð. Síðan varð skinn almennara bókarefni, en það hentaði ekki í rollur, og því voru skinnblöð lögð saman í kver og heft saman í b.
- Þáttur úr stærra ritverki, í fyrstu vísast það sem var hæfilegt í eina rollu; síðar var ritum skipt í b. eftir efnislegum sjónarmiðum.
Bókabrennur sem þóttu hneykslanlegar af trúarlegum, pólitískum eða siðferðislegum ástæðum hafa farið fram að tilhlutan kirkjulegra eða pólitískra yfirvalda á ýmsum tímum víða um lönd. Á miðöldum lét kirkjan oft brenna villitrúarrit. Frá þessari öld er kunnust b. nasista 1933, þar sem brenndar voru bækur marxista, Gyðinga og friðarsinna.
Bóksöluaðferð sem hefur þróast síðan á 3. áratug 20. aldar, en þó einkum eftir síðasta stríð. B. selja útgáfubækur sínar meðlimum einum, en þeir skuldbinda sig oft til að aupa vissan fjölda bóka árlega. Hér á landi hafa verið gerðar nokkrar tilraunir í þessa átt, en b. Almenna bókafélagsins (stofnaður 1974) hefur lengst haldið velli.
Opinber stofnun til varðveislu og notkunar bóka eða safn bóka í einkaeign. Þegar hjá fornþjóðum er vitað um mikil söfn ritaðs máls, t.d. á leirtöflum hjá Babyloníumönnum og Assýríumönnum allt frá því 2000 f.Kr. og á papýrus hjá Egyptum. B. víðsvegar um lönd hafa á síðustu áratugum stóraukið samstarf sitt innanlands og milli landa, til þess að gera notendum kleift að afla allrar tiltækrar þekkingar, bæði með bókalánum, mjófilmum og ljósritum og nú á síðustu árum með hagnýtingu tölvutækni í gagnasöfnun.
Prentun og dreifing ritverka hófst í Evrópu með tilkomu prentlistar upp úr miðri 15. öld; í Kína voru bækur prentaðar með lausaletri þegar á 11. öld. Dreifing og sala handrita tíðkaðist allt frá fornu fari bæði á Austur- og Vesturlöndum. B. á Íslandi óx hægt fram eftir 19. öld; fyrsta prentsmiðja utan Reykjavíkur var stofnuð á Akureyri 1852. Í Reykjavík var Ísafoldarprentsmiðja sett á stofn 1877, og síðar bættust fleiri við. Nýjir bókaútgefendur komu smátt og smátt til sögunnar, bæði einstaklingar, bókaverslanir og félög.
Í víðari merkingu fræðigrein sem fjallar um sögu og ytri gerð bóka, prentsögu, bókband, myndskreytingu o.s.frv., ásamt skráningu bóka og efnisflokkun. Í þrengri merkingu er orðið notað um bókaskrárgerð og bókaskrárnar sjálfar. Bókaskrár skiptast í tvo meginflokka: almennar bókaskrár, þar sem skráðar eru bækur frá ákveðnu tímabili eða svæði án tillits til efnis, og sérgreindar bókaskrár (sérfræðiskrár) sem taka til bóka innan ákveðinnar fræðigreinar eða um ákveðin efni.
Verður enn sem komið er tæpast kölluð heildstæð fræðigrein, en hugtakið hefur verið notað um viðleitni til að kanna samfélagið í bókmenntum og/eða bókmenntir í samfélaginu. Hugleiðingar um sambandi bókmennta og samfélags hafa fylgt bókmenntafræðum frá upphafi; um það hafa brotið heilann þeir Platón og Aristóteles, endurreisnarmenn og boðberar rómantíkur, svo dæmi séu tekin.
Í víðustu merkingu félög bókaútgáfu að markmiði, venjulega í einhvers konar áskriftarformi. Fyrirkomulag þeirra er einkum með tvennu móti:
- Félagsmenn eru um leið áskrifendur útgáfubóka og fá þær – allar eða sumar – fyrir fast árgjald.
- Félagið rekur almenna útgáfustarfsemi, en selur bækur sínar með ýmsu móti, m.a. í áskriftum, en áskrifendur eru ekki félagsmenn.
Er safnheiti allrar fræðilegrar umfjöllunar um bókmenntir. Helstu þættir bókmenntafræði, sem einatt fléttast saman í einstökum bókmenntarannsóknum þótt áhersla sé misþrung eru – skáldskaparfræði, bókmenntasaga og bókmenntarýni. Þótt einstakir þættir bókmenntafræði eigi sér rætur allt aftur í fornöld verður hún til sem sérstök fræðigrein við evrópska háskóla á 18. og einkum 19. öld. Viðfangsefni hennar hafa verið mjög breytileg og einkum mótast af svörum manna við þremur spurningum, sem ætíð eru samfléttuð: Hvað eru bókmenntir? Hvað er eftirsóknarvert að vita um bókmenntir? Hvaða aðferðum er heppilegast að beita við bókmenntarannsóknir?
Tegundir eða flokkar fagurbókmennta.
- Almennt eru taldar 3 aðalgreinar bókmennta: -epík (sagnaskáldskapur), -leikritun (dramatík) og –lýrík.
- Orðið b. er og notað um einstakar tegundir skáldverka innan áðurnefndra aðalgreina; t.d. söguljóð, skáldsaga, smásaga; harmleikur, gamanleikur, söngleikur; óða, elegía, epígramm, o.s.frv.
Hugtak mótað af Claude Mauriac, sem vildi með því boða skáldsagnahöfundum ný vinnubrögð; þeim bæri að leggja veruleikann fyrir lesendur án þess að notast við neim „hjálpartæki“, s.s. atburðarás, skýra persónusköpun, fræðandi lýsingar eða útlistanir.
Ráðgjafi stofnana (t.d. útvarps eða leikhúsa) og bókaútgefenda um val á bókmenntaverkum til flutnings eða útgáfu.
Er tilraun til að rekja samhengi og þróun bókmennta um lengri eða skemmri tíma, og er hún þá oftast sett í samband við sögu einstakra skálda og rithöfunda eða við almenna þróun samfélags og menningar að öðru leyti.
Ákveðin bókmenntaleg viðhorf, fagurfræðileg, formleg og heimspekileg, sem einkenna bókmenntir á vissum tíma eða hjá vissum hópi höfunda.
Með hugtakinu b. er gengið út frá því, að bókmenntir séu hluti af þjóðfélaginu, að þær skapist og lifi við ákveðin skilyrði, sem eru bæði efnahagslega og hugmyndafræðilega ákvörðuð. Til b. heyra þeir aðilar, sem að einhverju marki fást við bókmenntir á opinberum vettvangi og eru almennt viðurkenndir sem slíkir.
Eru veitt fyrir einstök ritverk eða ritstörf höfundar í heild sinni; geta verið bæði í fjármunum og táknræn, svo sem heiðurspeningar eða önnur virðingarmerki. Nú á dögum er b. venjulega úthlutað af stofnunum eða sérstökum nefndum, og á þessari öld hefur fjölgað gífurlega.
- Í víðasta skilningi allt ritað eða prentað mál.
- Alls konar skáldskapur í bundnu máli og óbundnu, ásamt þeim öðrum ritsmíðum sem að einhverju leyti setja efnið fram á listrænan hátt (t.d. sagnaritun, ræðumennska, essei o.s.frv.)
- Ýmsir hafa notað og nota hugtakið b. eingöngu um skáldrit á þeirri forsendu að rit sem að einhverju leyti séu sérfræðileg eða fjalli um almenn málefni verði ekki metin að fullu nema með sérfræðilegum eða félagslegum og pólitískum rökum.
Venjulega miði límdur innan á fremra spjald bókar, en á honum stendur nafn eða fangamark bókareiganda og oft táknræn mynd eða skjaldarmerki; stundum stimpill framan á spjaldi bókar.
Rituð eða prentuð saga á bók, andstætt munnmælasögu. Orðið hefur verið notað síðan á 18. öld bæði um –skáldsögur og um aðrar alllangar bóklegar frásagnir.
Hugtakið tekur í víðustu merkingu til allra leikverka sem samin eru eftir að borgarastéttin kemst til valda í vestrænum samfélögum; í bókmenntasögunni er það þó venjulega notað í þrengri merkingu. B. mótast af seðferðisboðskap heittrúarstefnunnar ásamt kenningum fræðslustefnunnar um göfgi mannsins. Sökum þessa hafa þau fæst staðist tímans tönn; siðferðisboðskapur ber listræna þætti ofurliði.
Í víðari skilningi skáldsaga sem fjallar um fólk úr borgarastétt. Oftar er heitið þó notað í þrengri merkingu um þær skáldsögur sem samdar voru á tímum vaxandi borgarastéttar í Frakklandi og Englandi á 18. öld. Í b.s á 18. öld má greina tvær meginstefnur, annars vegar raunsæjar og stundum gagnrýnar lýsingar á fólki úr borgarastétt.
Reglubundin bragform, samsett úr –braglínum, sem annaðhvort eru endurteknar með sömu bragliðaskipun eða skipað saman í erindi eftir ákveðnum reglum.
Einar skáld Benediktsson notaði þetta orð fyrstur (1916) um næmleika Íslendinga fyrir því hvort kveðskapur væri rétt stuðlaður; síðar hefur orðið stundum verið látið taka til ríms og bragarhátta að auki. Við tilkomu –formbyltingarinnar í íslenskri ljóðagerð var oft haft á orði að Íslendingar væru að glata b. sínu, en í raun var um að ræða vísvitandi fráhvarf frá og andstöðu gegn fornri skáldskaparhefð.
Er sú grein –bókmenntafræði sem fjallar um ytri formseinkenni –bundins máls. Hefðir í kveðskap hafa í upphafi sett b. lögmál en hún síðan treyst þær. Nú er b. fyrst og fremst skilgreinandi (deskriptiv). Hlutverk hennar er að rannsaka notkun bundins máls í skáldskap, ekki einungis til að fullnægja þekkingarþörf um þau efni heldur einnig til að kanna gildi hljóms og hrynjandi fyrir tjáningarmátt málsins. Við greiningu kvæðis er litið á braginn sem einn af formþáttum þess.
Hlé sem verður í braglínu þegar hún er lesin og skiptir henni í tvennt. Í fornklassískum bragarháttum var b. venjulega bundin við ákveðna staði í braglínunni (-hexameter, pentameter, trímeter); oftast var hún innan bragliðar var hún nefnd diairesis (gr. Sundurskipting). Í íslenskum kveðskap er ávallt b. í braglínum sem eru lengri en fimm kveður, en getur orðið í skemmri línum.
Bragfræðilegar einingar sem mynda barglínu og eru undirstaða hrynjandi. Í kveðskap á klassískum málum mynduðust þeir af ákveðnum samböndum langra og stuttra atkvæða. Þeir bragliðir sem meginmáli skipta í kveðskap síðari alda eru tvíliðir og þríliðir. Þeir eru annað hvort réttir (hnígandi) eða öfugir (stígandi). B. hafa misþunga áherslu í barglínunni og er eftir því nefndir hákveður og lágkveður. Hver braglína hefst á hákveðu, þá kemur lágkviða og síðan skiptast þær á koll af kolli til línuloka.
Lína í ljósi, mynduð af ákveðnum fjölda –bragliða, eftir því hver hátturinn er, eða af fjölda áhersluatkvæða (risa), eins og í – Edduháttum. Tvær eða fleiri b. geta myndað – erindi, en í bragarháttum sem ekki eru erindaskiptir ræður b. hættinum. B. geta verið mislangar, allt frá einum braglið upp í tíu; hún getur skiptst í tvennt með –braghvíld, en svo er ávallt í íslenskum kveðskap er b. er lengri en 5 kveður. Enn fremur getur í henni verið bæði –rím og –stuðlasetning.
Hafa allt frá fornöld verið gildur þáttur bókmenntasögunnar.
1) Einkabréf, send ákveðnum mönnum að gefnu tilefni, voru þegar hjá Forn-Grikkjum og Rómverjum samin með viss bókmenntaleg sjónarmið í huga, enda oft haldið til haga sem bókmenntaverkum.
2) b. sem að formi til er beint til ákveðinna viðtakenda, raunverulegra eða tilbúinna, en eru í raun sjálfstæðar ritsmíðar, ætlaðar til birtingar, oft ritgerðir um ákveðin efni.
3) b. sem eru skáldskapur einn eru kunn frá fornöld, svo sem bréfaskipti milli persóna úr goða- eða hetjusögum, og þá venjulega með ástamál að inntaki
Skáldsaga sem er að mestu eða öllu leyti í formi sendibréfa, annaðhvort frá einni persónu eða fleirum. Skyldar bókmenntagreinar eru annars vegar hetjubréf (heroids –bréf) hins vegar –dagbókarsögur, en þær standa nærri þeim b., sem eru eingöngu bréf einnar persónu. Algengt er að höfundur láti sem hann sé að gefa út bréf annarra, t.d. látinna trúnaðarvina, og getur þá skotið inn athugasemdum frá eigin brjósti.
Tíðagerðarhandbók kaþólsku kirkjunnar, sem hefur að geyma bænir og tíðatexta um allan ársins hring á daglegum tíðum og messudögum, sem prestar, munkar og nunnur eiga að hafa um hönd. B. varð til í 11. – 12. öld með því að steypt var saman mörgum lítúrgískum bókum og þær styttar (af því er nafnið dregið), en þetta var gert með ýmsu móti, svo að b. gátu verið misjöfn eftir biskupsdæmum og klausturreglum.
1) Handrit eða ritverk sem hefur ekki varðveist í heilu líki; stundum notað í heitum verka, t.d. Brot af Sigurðarkviðu í Eddukvæðum. Fjöldi slíkra b. er til frá því fyrir daga prentlistarinnar, t.d. eru verk margra fornklassískra höfunda aðeins varðveitt í b.
2) Ófullgert ritverk í bundnu máli eða óbundnu, hvort heldur höfundur hætti við verkið hálfklárað, dó frá því óloknu eða gaf það út sem b. að yfirlögðu ráði.
Áherslulauss lokasérhljóðs í orði, þegar næsta orð hefst á sérhljóði eða h + sérhljóði, er gamalt fyrirbæri í skáldskap margra þjóða; í fornklassískum kvæðum einkum til þess að forðast –hljóðgap, en síðar einnig vegna hrynjandi. Styðst í mörgum tilfellum við eðlilegan framburð talmáls.
Ein tegund –tækifæriskvæða. Voru kunn þegar hjá Grikkjum og Rómverjum hinum fornu (t.d. epithalamion: söngur við brúðarherbergið, hymenaeus: lofsöngur til hjónaguðsins). B. voru tekin upp aftur á endurreisnartímum víða um lönd; stundum með tvíræðu orðalagi, og má e.t.v sjá áhrif þess í íslenskum –vítavísum sem fluttar voru í brúðkaupum.
Leiksvið þar sem brúður koma í stað leikara. Þeim er annaðhvort stýrt með þráðum (strengbrúður) eða þær eru dregnar á hendur brúðustjóra sem hreyfa þær með fingrunum (handbrúður). Brúðustjórarnir flytja textann, einir eða með aðstoðarfólki, en brúðurnar einar sjást á sviðinu. B. er ævaforn listgrein og kunn víða um heim; m.a. hafa leikbrúður fundist í fornum egypskum gröfum, og í Austurlöndum hefur b. lengi verið fáguð íþrótt, t.d. í Kína og Japan og ekki síst á Jövu.
Munnlegur eða skiflegur texti settur saman eftir bragreglum að meira eða minna leyti (sbr. kveðskapur). Gagnstætt lausu máli skiptist b.m. í –braglínur með skipulegri –hrynjandi sem myndast annaðhvort við það að langar og stuttar samstöfur skiptast á reglulega (-fornklassískir bragarhættir) eða áherslur falla háttbundið, þ.e. með jöfnu eða áþekku millibili.
Ein tegund kómískra bókmennta, sem einkennist af grófri fyndni, ýkjum og skrumskælingu. Mjög oft beitt í –skopstælingum og getur verið áhrifamikið bragð til þess að draga dár að fyrirmyndum sem skopstældar eru, enda hefur b. einkum þróast í sambandi við þess háttar bókmenntir.
Segir til um hvernig einstakir hlutar verks mynda heild þess, hvernig höfundurinn hefur ofið þræði sína saman. Augljós formeinkenni hafa stundum verið nefnd ytri b., svo sem skipting ljóðs í línur og erindi, leikrits í atriði og þætti, sögu í kafla. En b. tekur líka til sjálfs málsins, hrynjandi, hljóms og merkingar orðanna, sbr. stíll. Enn er stundum talað um innri b., sem sýnir hvernig meginhugsun verks birtist í formþáttum þess.
Rússnesk sagna- og hetjukvæði, hin elstu frá 10. – 11. öld, en ort allt fram á 16. öld. Upphaflega oft flutt af farandsöngvurum í þjónustu fursta og annarra höfðingja, en varðveittust í munnlegri geymd með alþýðu allt fram á 20. öld. Unnið hefur verið að skráningu þeirra síðan á 18. öld.
Elsta b. kristinnar kirkju var tíðabókin, þ.e. saltarinn með bænum til lestrar við tíðagerð. Fyrst voru bænirnar á latínu, en síðar þýddar á þjóðtungur. Elsta prentaða b. á íslensku er B. Guðbrands Þorlákssonar (Hólum 1576).
Ein grein alþýðukveðskapar; vísnaflokkar undir rímnaháttum, þar sem taldir eru upp með nafni bændur tiltekinnar sveitar og bústaðir þeirra, ásamt stuttri umsögn um hvern. Venjulega kemur ein vísa á hvern búanda.