okkar fólk í fréttum

Febrúar 2022

Gunnþórunn Guðmundsdóttir er prófessor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í norrænum glæpasögum. Aðspurð um sérkenni íslensku glæpasögunnar nefnir hún yfirnáttúruleg fyrirbæri, á borð við drauga í sögum Yrsu Sigurðardóttur.

„Þær þróast út frá norrænu glæpasögunni og þróast út frá henni,“ segir hún. „En þær sækja líka í mismunandi arfleifðir og eru undir áhrifum frá bresku og hinni bandarísku. Áhrifa gætir mjög víða að,“ segir Gunnþórunn.

Febrúar 2022

Allt sem þið vilduð vita um Almenna bókmenntafræði – komið og verið með og deilið til áhugasamra!

Maí 2021

Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er Ástráður Eysteinsson, prófessor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands.

,,Það hefur engum liðið svona,” sagði gagnrýnandi Kiljunnar um skáldsögu Peters Handke, Hið stutta bréf og hin langa kveðja. Af þessum orðum gagnrýnandans spratt stutt en forvitnileg umræða á Facebook um bókmenntamat, um skáldskap Peters Handke sem meðal annars var kenndur við módernisma, um gildi tilrauna í bókmenntum og listum, um kröfuna um að bókmenntir séu bara ,,fílgúdd dútl”, eins og það var kallað, og skort á nennu og áhuga gagnrýnenda á að rýna í hugmyndir höfunda, fagurfræði og beitingu tungumáls.

Rætt er við Ástráð um ýmsa hluti sem koma fram í þessari umræðu eða tengjast henni, módernismann, upphaf hans og hugsanlegan endi, tilraunir í bókmenntum, raunsæið og raunsæiskröfuna, strauma og stefnur í bókmenntum á þessari öld og um bókmenntir sem áskorun fyrir lesendur og gagnrýnendur.

Febrúar 2021

Gunnþórunn Guðmundsdóttir, prófessor í bókmenntum við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, tók þátt í spjalli Lestarklefa Rásar 1 um kvikmyndabálkinn Small Axe, kvikmyndina Hvernig á að vera klassa drusla og smásagnasafnið Herbergi í öðrum heimi.

Febrúar 2021

Í þættinum er rætt við Gunnþórunni Guðmundsdóttur prófessor í bókmenntafræði við HÍ. 

Desember 2020

Viðtökur skvísubóka hafa oft verið hlaðnar fordómum. Hér er rætt við Öldu Björk Valdimarsdóttur, dósent í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands og Tobbu Marinós um viðbrögðin við sögunum Makalaus og Lýtalaus.

Grein Öldu um efnið, sem kom út 2014, má finna hérna í opnum aðgangi.

Nóvember 2020

Benedikt Hjartarson þýddi og ritaði inngang.

„Og maður á engan og ekkert að og flækist um heiminn með ferðatösku og bókakassa og nánast án nokkurrar forvitni. Hvers konar líf er þetta eiginlega? Ekkert hús, ekkert erfðagóss, engir hundar. Ef maður ætti í það minnsta endurminningar. En hver á sér slíkar?“

Eina skáldsaga Rilkes hefur að geyma ljóðrænar lýsingar á glímu söguhetjunnar við stórborgina og glundroða nútímans, grimmilegar æskuminningar og brot úr evrópskri menningarsögu. Hér er á ferð tímamótaverk eftir einn af meisturum evrópskrar nútímaljóðlistar frá árinu 1910.

Nóvember 2020

Fyrir skemmstu kom út ritið Realisms of the Avant-Garde sem gefið er út af hinu virta forlagi De Gruyter. Benedikt Hjartarson, prófessor í almennri bókmenntafræði og menningarfræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, er einn af fimm ritstjórum verksins. Aðrir ritstjórar eru Moritz Baßler, Ursula Frohne, David Ayers og Sascha Bru. 

Um er að ræða sjötta bindið sem gefið er út í ritröð samtakanna EAM (European Network for Avant-Garde and Modernism Studies). Ritið geymir fjölda greina sem fjalla um marghliða samband framúrstefnu, módernisma og raunsæis í alþjóðlegu samhengi frá upphafi tuttugustu aldar til samtímans.

Október 2020

Harpa Rún Kristjáns­dótt­ir, bók­mennta­fræðing­ur og bú­and­kerl­ing, hef­ur sjald­an haft það betra en núna. Hún nýt­ur þess að vinna og snýr sér að næsta verk­efni til að brjóta upp dag­inn. 

Október 2020

Beðið eftir barbörunum er stórmerkileg bók eftir suður-afríska nóbelsskáldið J.M. Coetzee og eflaust þekktasta verk höfundar.

Bókin kom út á tímum aðskilnaðarstefnunnar en þótt sagan sé staðlaus og fjalli um ónefnt heimsveldi er hún ljóðræn og beitt gagnrýni á nýlendutímann, aðskilnað manna og valdbeitingu.

Viðmælendur í Bók vikunnar á sunnudaginn verða þau Ástráður Eysteinsson prófessor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands og Tinna Ásgeirsdóttir verkefnastjóri hjá Rithöfundasambandi Íslands.

Október 2020

Sjöfn Hauksdóttir sigrar í handritasamkeppni Storytel

Sjöfn Hauksdóttir, bókmenntafræðingur, myndlistamaður og skáld, bar sigur úr bítum í Eyranu, handritasamkeppni Storytel árið 2020.

Flæðarmál er fyrsta skáldsaga höfundar og kemur út á vegum Storytel auk þess sem Sjöfn hlýtur 500.000 króna fyrirframgreiðslu vegna verksins.

Október 2020

Lest Rásar 1 ræddi við Gunnþórunni Guðmundsdóttur, prófessor í bókmenntum við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, um nýja bók sem hún ritstýrði og fjallar um norrænar glæpasögur og sterka stöðu þeirra á alþjóðlegum markaði spennusagna, kvikmynda og sjónvarps (hefst á 16:41).

Október 2020

Samtal um tilfinningar í miðaldabókmenntum

Bókin A Critical Companion to Old Norse Literary Genre í ritstjórn Sifjar Ríkharðsdóttur, prófessors við Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands, Carolyne Larrington og Massimiliano Bampi er komin út hjá Boydell & Brewer.

Bókin inniheldur kafla eftir fjölda erlendra og innlendra höfunda, þar með talið Torfa H. Tulinius, prófessor í íslenskum miðaldafræðum við Háskóla Íslands, Dale Kedwards, nýdoktor við Vigdísarstofnun og Sif Ríkharðsdóttur ásamt þrettán öðrum höfundum. Bókin er fimmta bókin í ritröðinni Studies in Old Norse Literature hjá fyrrnefndu forlagi.

Október 2020

Út er komin bókin Noir in the North. Genre, Politics and Place í ritstjórn Gunnþórunnar Guðmundsdóttur, prófessors í bókmenntafræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rithöfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Gunnar Staalesen skrifa formála og lokaorð bókarinnar.

September 2020

„Miðað við viðbrögðin hjá fólki þá finnst mér flestir vera þakklátir fyrir að saga eina Íslendingsins sem lifði af þessa vist sé til og líka það að okkur skyldi takast að taka á þessari tilfinningalegu, sálrænu hlið,“ segir Garðar Sverrisson um skráningu sína á minningum Leifs Muller úr fangabúðum nasista.

Bókin kom út árið 1988 undir titlinum Býr Íslendingur hér? og vakti strax mikla athygli. Hún hefur síðan verið endurútgefin, sett upp sem leikgerð og lifað áfram sem íslenskur vitnisburður um „mannlega vitfirringu“ eins og Leifur orðar það í lokaorðum bókarinnar.  

Í bókinni er sagt frá uppvaxtarárum Leifs í Reykjavík en megináherslan er á hremmingar hans í heimsstyrjöldinni síðari; hvernig hann var svikinn í hendur Gestapo í Noregi, fangelsaður og síðar sendur til Sachsenhausen-fangabúðanna skammt frá Berlín. Eftir að hann slapp út árið 1945 komu endurminningar hans út undir titlinum Í fangabúðum nazista, og voru þær meðal fyrstu útgefnu frásagna fanga sem lifðu af Helförina. 

Bók Garðars Sverrissonar kom út árið 1988 og vakti mikla athygli en þar er meðal annars farið mun nánar í aðdraganda og afleiðingar fangabúðavistarinnar, ekki síst langvarandi sálræn áhrif hennar.  

Gestir í sunnudagsþætti verða Gunnþórunn Guðmundsdóttir bókmenntafræðingur og Atli Þór Fanndal ráðgjafi. Umsjón hefur Auður Aðalsteinsdóttir. 

Ágúst 2020

Loftslagsbókmenntir, eða „cli-fi“ eins og alþjóðlega heitið yfir þennan undirflokk bókmenntanna mun vera, er nýtt hugtak í bókmenntafræðum sem á síðustu árum hefur fest sig í sessi.

Hugtakið „climate fiction“, skammstafað „cli-fi“, mun fyrst hafa verið notað af blaðamanninum Dan Brown árið 2007 og vildi hann með því vísa til fjölbreytts flokks ljóða og sagna jafnt sem kvikmynda þar sem loftslagsbreytingar af mannavöldum eru ekki aðeins hluti af bakgrunni viðkomandi verks heldur beinlínis umfjöllunarefnið á breiðum grundvelli. 

Hér á landi hefur Guðni Elísson prófessor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands helst fjallað um tengsl skáldskapar og loftslagsbreytinga sem og um áhrif loftslagsbreytinga í hugmyndafræðilegri umræðu. Guðni var til að mynda ritstjóri 1. tölublaðs Ritsins, tímarits Hugvísindastofnunar, árið 2016, en efni þess var einmitt „Loftslagsbreytingar, frásagnir af þeim og aðferðum okkar við að segja sögur af viðbrögðum og mögulegum lausnum sem og um þá hugmyndafræði sem liggur til grundvallar.“ Guðni Elísson var einnig leiðbeinandi Ragnheiðar Birgisdóttur sem í fyrra skrifaði BA-ritgerð um loftslagsbreytingabókmenntir sem hún kallar „Frá afneitun til þekkingar. Um loftslagsbreytingabókmenntir, hlutverk þeirra og um Flight Behavior eftir Barböru Kingsolver“ en Barbara Kingsolver er bandarískur rithöfundur og menntaður líffræðingur sem hefur skrifað allmargar skáldsögur sem falla undir regnhlífarhugtakið loftslags-breytingabókmenntir.

Júlí 2020

„Fölsun er í eðli sínu eitthvað sem ógnar einhverjum mörkum,“ segir Gunnþórunn Guðmundsdóttir, prófessor í almennri bókmenntafræði. „Fölsunin spyr alltaf hvað er ekta. Það er oft mjög erfitt að ákveða hvar mörkin liggja.“

Falsanir eru margvíslegar og til misjafnra verka gerðar. Flestir hugsa kannski um málverk þegar rætt er um falsanir, enda oft talað um að áhrifamestu falsarar sögunnar hafi verið málverkafalsarar líkt og Hollendingurinn Han van Meegeren. Meegeren var handtekinn árið 1945 fyrir að selja nasistum hollensk menningarverðmæti sem reyndust svo vera allt annað.

Auðvitað er þó hægt að falsa margt annað og mætti jafnvel ganga svo langt að halda því fram að falsanir séu orðnar sjálfsagður hluti hversdagsins í samtímanum.

Þær ljósmyndir sem við sjáum á samfélagsmiðlum hafa til dæmis lítið heimildargildi, enda ómögulegt að útiloka að átt hafi verið við þær. „Hversu mikið má sníða af undirhökunni þangað til þetta er hætt að vera ljósmynd og er orðið eitthvað annað tjáningarform?“

Júlí 2020

Ég held að allir séu að reyna að vera kúl...

…og að það sé fólki miklu hugleiknara en það vill viðurkenna, segir Sjöfn Hauksdóttir, ljóðskáld, sem gaf nýverið út kúl ljóðabók með frekar ókúl nafni, nefnilega Úthverfablús. Áður hefur Sjöfn sent frá sér ljóðabókina Ceci n´est pas une ljóðabók. Sjöfn trúir ekki á innblástur; ljóðagerð og önnur skrif snúist fyrst og fremst um úthald.

„Þetta snýst ekki um innblástur heldur bara að setjast niður og gera það. Það þarf ekkert endilega að hafa eitthvað að skrifa um. Maður verður að setjast niður og skrifa og þá kemur eitthvað. Ef maður biði stöðugt eftir innblæstri þá kæmi í besta falli ein góð lína á tveggja ára fresti,“ segir Sjöfn sem nú hefur nýlokið við að skrifa glæpasögu. „Ég skrifa fyrst og fremst af því mér finnst það gaman og ef einhver les það þá og finnst það líka gaman þá er það fínt en útgáfan skiptir mig ekki miklu máli.“

Skriftir eru vissulega að stórum hluta vinna. Það er þó erfitt að ímynda sér að útgáfa skipti höfund, sem á þremur árum hefur sent frá sér tvær ljóðabækur og er með skáldsögu um glæp framinn í góðu veðri á kantinum, ekki einhverju máli.

Júní 2020

Gríðarlega hættulegt að ritskoða fortíðina

Streymisveitur og framleiðslufyrirtæki hafa síðustu daga fjarlægt einstaka kvikmyndir, þætti og jafnvel heilu þáttaraðirnar í kjölfar mótmælaöldunnar sem geisar í Bandaríkjunum. Björn Þór Vilhjálmsson lektor í bókmennta- og kvikmyndafræði segir að það sé misráðið. „Við eigum að horfast í augu við þetta. Við verðskuldum ekki að sópa þessu undir teppið.“

Apríl 2020

Samtal um tilfinningar í miðaldabókmenntum

Allar manneskjur eru tilfinningaverur. Sumar ræða um tilfinningar sínar, aðrar síður. Tilfinningaleysi þykir löstur en öðrum leiðist tilfinningasemi. Stundum er sagt að munur sé á kynjunum hvað varðar aðgengi þeirra að eigin tilfinningum og hvað þau eiga létt með að tala um þær.

Hvað eru tilfinningar? Hvaða hlutverki gegna þær í lífi okkar? Eiga þær sér sögu? Eru til heilbrigðar tilfinningar og óheilbrigðar?

Hvað með tilfinningar úti í samfélaginu? Stýra samfélagslegar kvaðir tilfinningum okkar? Er verið að spila með þær í stjórnmálaumræðu? Á markaðnum? Hvernig birtast þær í bókmenntum, kvikmyndum, fjölmiðlum?

Leitast verður við að svara þessum spurningum í samtali Ævars og Torfa við fræðimenn úr ólíkum greinum: sagnfræði, stjórnmálafræði, sálfræði, félagsfræði og bókmenntafræði.

Umsjón: Ævar Kjartansson og Torfi Tulinius.

Mars 2020

Víðsjá – Bach, Þýskur krókódíll, Ungverjaland og dans

[…] Einnig verður í þættinum í dag fjallað um nýja kennsluskrá, skrá yfir skyldulesningu, sem gefin hefur verið út í Ungverjalandi þar sem ýmsir helstu höfundar þjóðarinnar koma ekki við sögu. Þeirra á meðal er Imre Kertész sem var fyrstur Ungverja til að hljóta Nóbelsverðlaun í bókmenntum, árið 2002, verðlaun sem hann hlaut ekki síst fyrir skáldsögu sína Örlögleysi, þar sem fjallað erum lífið í fangabúðum nasista. Nýji listinn hefur vakið athygli, og umtal, enda stjórnvöld í Ungverjalandi afar umdeild, málið verður rætt í Víðsjá í dag, gestur þáttarins verður Benedikt Hjartarson, prófessor í almennri bókmenntafræði og menningarfræði við Háskóla Íslands.

febrúar 2020

Þarf að vera stofnun

Viðtal við Björn Þór Vilhjálmsson í Morgunblaðinu 3. febrúar 2020.

Janúar 2020

Nýárspistill

Benedikt Hjartarson prófessor í almennri bókmenntafræði færir okkur nýárspistil Rásar 1. Þar fjallar hann um fagurfræði og pólitíska ólgu í samtímanum, um leið skyggnist hann öld aftur í tímann og varpar fram spurningum um upptök og ítök popúlisma og alræðishyggju í menningu okkar.

Desember 2019

Hvers er að minnast?

„Ég held að við höldum að allt varðveitist,“ segir Gunnþórunn, „að allt varðveitist, því tölvurnar geti munað allt.“ Hins vegar segir hún að við þurfum stöðugt að vera meðvituð um að taka afrit og finna góðar geymsluaðferðir, en það geti einnig verið streituvaldandi að velta því fyrir sér hvað í verður um öll þessi gögn sem við erum stöðugt að búa til og safna að okkur.

Desember 2019

Íslenskar kvikmyndir

Björn Þór Vilhjálmsson, lektor í kvikmyndafræði og þemaritstjóri Ritsins, fjallar um nýjasta hefti þess og ræðir við Gunnar Tómas Kristófersson, í Hugvarpi, hlaðvarpi Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Ritið er gefið út í rafrænu formi og það má nálgast hér á slóðinni ritid.hi.is.

Nóvember 2019

Borgarafundur um loftslagsmál

Loftslagsvá í víðu samhengi verður til umfjöllunar á borgarafundi Kastljóss 19. nóvember 2019. Fjórtán viðmælendur taka þátt í umræðum auk þess sem áhorfendur fá að spyrja úr sal. Almenningur hefur sent stjórnendum Kastljóss hundruð spurninga og munu umræður taka mið af þeim. Guðni Elísson, prófessor er einn viðmælenda.

Nóvember 2019

Bókmenntaverðlaun

Harpa Rún Kristjánsdóttir hlaut á dögunum Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðahandritið Edda. Edda er fyrsta ljóðabók Hörpu Rúnar en hún var að koma út hjá bókaútgáfunni Sæmundi. Harpa Rún er með MA-próf í almennri bókmenntafræði og óskum við henni innilega til hamingju með verðlaunin!

Nóvember 2019

Afneitararnir skilja umfang vandans

„Ef það er eitthvað sem þessi hópur skilur þá er það umfang vandans, ef þú skoðar til dæmis þær lausnir sem margir frjálslyndir vinstrisinnaðir einstaklingar leggja fram þá hrökkva þær afskaplega skammt. Umfangið er miklu stærra. Aðgerðirnar sem við þurfum að fara í eru miklu dýpri og ef við förum í þær aðgerðir sem eru nauðsynlegar þá munu þær leiða til efnahagskreppu,“ þetta segir Guðni Elísson, bókmenntafræðiprófessor.

Nóvember 2019

Bókagagnrýni

Björn Þór Vilhjálmsson, einn af bókmenntagagnrýnendum Víðsjár, fjallar um skáldsöguna Við erum ekki morðingjar eftir Dag Hjartarson.

Nóvember 2019

Fréttablað HÍ & vísindin

Eyrún Lóa Eiríksdóttir, doktorsnemi í almennri bókmenntafræði ræðir um doktorsverkefni sitt sem er undir leiðsögn Öldu Bjarkar Valdimarsdóttur.

Nóvember 2019

Herörin gegn ofbeldismyndum á Íslandi (Rás1)

Björn Þór ræddi bannlistann svokallaða í Lestinni á Rás 1 á fimmtudag. Sagði hann bannlistann hafa verið svar við vídeóleigunum sálugu. Áður hafði neyslu myndefnis verið stýrt í gegnum kvikmyndahúsin en nú hafði almenningur skyndilega aðgengi að aragrúa af efni. Meðal þess voru myndir á við Cannibal Holocaust, sem Björn Þór segir hafa verið eins konar táknmynd þeirrar „myndbandameinsemdar sem þurfti að uppræta.“

September 2019

Hvernig metum við listgildi verka?

,,Hvað er list? Hver fær að vera kallaður listamaður og snillingur? Og hvernig metum við listgildi verka?” eru meðal þeirra spurninga sem Orson Welles spyr í kvikmynd sinni F For Fake (1974). Þetta er framsækið og tilraunakennt heimildardrama þar sem fléttað er saman nokkrum ólíkum sögum um listfalsara, þ.á.m. Elmyr de Hory og Clifford Irving. Við rýnum í umrædda mynd í þætti dagsins með Birni Þór Vilhjálmssyni. ,,Mér sýnist myndin koma fram með tilgátu um það hvernig listaheimurinn virkar og á sama tíma gagnrýnir hún listaheiminn og menningarlega staðla“ sagði Björn Þór meðal annars um athyglisverða kvikmynd Welles. F For Fake er síðasta mynd leikstjórans í fullri lengd og sker sig úr höfundarverki hans. Sjálfur vildi hann meina að ekki væri hægt að flokka hana þar sem hún tilheyrði ,,nýrri kvikmyndagrein”. Myndin er að hluta sjálfsævisöguleg – Welles stillir sjálfum sér upp við hlið loddaranna de Hory og Irving og íhugar almennt fúskara eðli mannsins. Viðmælandi er Björn Þór Vilhjálmsson, lektor í almennri bókmenntafræði og kvikmyndafræði við Háskóla Íslands. Skyndibitinn er píta.

Maí 2019

Skvísusögur

Eyrún Lóa Eiríksdóttir, doktorsnemi í almennri bókmenntafræði fór í hlaðvarpsviðtal hjá Lestrarklefanum þar sem hún ræddi um skvísubókmenntir og ástarsögur.​

Safnið

Ein atburðarás á sér ekki eina sögu heldur milljón sögur

Gunnþórunn segir að minnið og hvernig við tölum um það sé heillandi fyrirbæri. „Þegar við tölum um minni þá eigum við yfirleitt við einhvers konar lifandi minningar. Það er auðvitað miklu flóknara að tala um það sem við gleymum, en þó hlýtur það líka að vera hluti af okkur sjálfum. Sjálfsmynd okkar mótast af þessu samspili minnis og gleymsku því hún byggist á því að við veljum eitthvað til þess að muna umfram annað. Þegar við svo skrifum um það sem við munum þá á sér stað ennþá meira val”.

SAfnið

Gleymska er partur af minni

Fjórtánda sept­em­ber ár hvert, á fæðing­ar­degi dr. Sig­urðar Nor­dals, gengst Stofn­un Árna Magnús­son­ar í ís­lensk­um fræðum fyr­ir svo­kölluðum Sig­urðar Nor­dals fyr­ir­lestri. Að þessu sinni flyt­ur Gunnþór­unn Guðmunds­dótt­ir fyr­ir­lest­ur­inn, en hún er pró­fess­or í al­mennri bók­mennta­fræði og for­seti Íslensku- og menn­ing­ar­deild­ar Há­skóla Íslands 2017.

SAfnið

Tilfinningar eru sammannlegar

Breytilegt er hvernig fólk tekst á við tilfinningar sínar, gleði og sorgir. Þetta á jafnt við í dag og á landsnámsöld eins og sjá má á mismunandi hegðun í norrænum ritum og suður-evrópskum. Kjarninn spjallaði við Sif Ríkharðsdóttur en hún gaf nýlega út bók um tilfinningar í fornbókmenntum.

SAfnið

Hvaða rannsóknir hefur Sif Ríkharðsdóttir stundað?

Sif Ríkharðsdóttir er prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa beinst að menningarstraumum á  miðöldum sem og tilfinningum og miðlun þeirra í bókmenntum. Hún hefur flutt fjölda fyrirlestra um rannsóknir sínar víðs vegar og birt greinar, bókakafla og bækur bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur tekið þátt í og stýrt fjölda rannsóknarverkefna, nú síðast þriggja ára alþjóðlegu rannsóknarverkefni sem styrkt var af Rannsóknasjóði Íslands og beindist að miðlun tilfinninga í bókmenntum. Verkefnið fjallaði meðal annars um hvernig við lesum í eða túlkum textalegar tilfinningar.

SAfnið

Q & A with Professor Sif Ríkharðsdóttir ahead of her Northern Scholars Lecture

Later this week Sif Rikhardsdottir (University of Iceland) will be speaking about ‘Poetic Voice and Interior Emotionality in Old Norse Literature’, at the University of Edinburgh in the Northern Scholars Lecture series. Professor Rikhardsdottir is the lead member of the Charlemange: A European Icon team for Charlemagne in Scandinavia, and co-editor of the volume on Charlemagne in the Celtic world and Scandinavia. Members of the network will be attending her lecture, prior to our sympossium on Friday, so we thought it would be fascinating to get in touch with Professor Rikhardsdottir ahead of this event and ask about the place of Charlemagne in her work.